Kröfur þrettánfalt hærri en eignir 3. apríl 2005 00:01 Lýstar kröfur í þrotabú Fróða, stærstu tímaritaútgáfu landsins, nema rúmlega hálfum milljarði króna. Eignir í búinu eru tæplega 40 milljónir. Skiptastjóri hafnaði einu forgangskröfunni í búið sem kom frá fyrrverandi eiganda Fróða. Skiptafundur í þrotabúi Fróða, sem um árabil hefur gefið út mörg af vinsælustu tímaritum landsins, var haldinn í vikunni. Reyndar hét fyrirtækið Hugi þegar það var lýst gjaldþrota en það er aukaatriði. Lýstar kröfur í þrotabúið nema um 530 milljónum króna. Ein forgangskrafa var í búið; launakrafa frá fyrrverandi eiganda útgáfunnar, Magnúsi Hreggviðssyni, en skiptastjóri hafnaði henni. Í þrotabúinu eru til 37 milljónir króna og munu þær skiptast hlutfallslega á milli kröfuhafa. Það þýðir að óbreyttu að hver kröfuhafi fær um 7 prósent krafna sinna greidd. Stærsti kröfuhafinn er Prentsmiðjan Oddi með 170 milljóna kröfu. Það var dótturfélag Odda sem keypti öll hlutabréf Magnúsar Hreggviðssonar í Fróða í fyrra fyrir 377 milljónir króna. Útgáfurétturinn og aðrar eignir félagsins voru svo í árslok í fyrra seld Tímaritaútgáfunni Fróða en skuldirnar skildar eftir og Fróði, sem þá hét Hugi, var settur í gjaldþrot. Upphaflegt kaupverð var 330 milljónir króna en það var síðan lækkað í 310 milljónir króna. Magnús Hreggviðsson og Prentsmiðjan Oddi, eru hins vegar ósammála um verðið. Magnús telur að rétt hefði verið að greiða umtalsvert meira fyrir útgáfuréttinn og aðrar eignir og var samþykkt á skiptafundinum að fá óháða matsmenn til að meta þá kröfu og gæti það tekið nokkra mánuði. Verði samþykkt að hækka kaupverðið þá rennur það fé í þrotabúið og þýðir þá einfaldlega að kröfuhafar fái meira í sinn hlut. Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lýstar kröfur í þrotabú Fróða, stærstu tímaritaútgáfu landsins, nema rúmlega hálfum milljarði króna. Eignir í búinu eru tæplega 40 milljónir. Skiptastjóri hafnaði einu forgangskröfunni í búið sem kom frá fyrrverandi eiganda Fróða. Skiptafundur í þrotabúi Fróða, sem um árabil hefur gefið út mörg af vinsælustu tímaritum landsins, var haldinn í vikunni. Reyndar hét fyrirtækið Hugi þegar það var lýst gjaldþrota en það er aukaatriði. Lýstar kröfur í þrotabúið nema um 530 milljónum króna. Ein forgangskrafa var í búið; launakrafa frá fyrrverandi eiganda útgáfunnar, Magnúsi Hreggviðssyni, en skiptastjóri hafnaði henni. Í þrotabúinu eru til 37 milljónir króna og munu þær skiptast hlutfallslega á milli kröfuhafa. Það þýðir að óbreyttu að hver kröfuhafi fær um 7 prósent krafna sinna greidd. Stærsti kröfuhafinn er Prentsmiðjan Oddi með 170 milljóna kröfu. Það var dótturfélag Odda sem keypti öll hlutabréf Magnúsar Hreggviðssonar í Fróða í fyrra fyrir 377 milljónir króna. Útgáfurétturinn og aðrar eignir félagsins voru svo í árslok í fyrra seld Tímaritaútgáfunni Fróða en skuldirnar skildar eftir og Fróði, sem þá hét Hugi, var settur í gjaldþrot. Upphaflegt kaupverð var 330 milljónir króna en það var síðan lækkað í 310 milljónir króna. Magnús Hreggviðsson og Prentsmiðjan Oddi, eru hins vegar ósammála um verðið. Magnús telur að rétt hefði verið að greiða umtalsvert meira fyrir útgáfuréttinn og aðrar eignir og var samþykkt á skiptafundinum að fá óháða matsmenn til að meta þá kröfu og gæti það tekið nokkra mánuði. Verði samþykkt að hækka kaupverðið þá rennur það fé í þrotabúið og þýðir þá einfaldlega að kröfuhafar fái meira í sinn hlut.
Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira