Viðtalið örlagaríka 1. apríl 2005 00:01 Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki nýlega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg Ólafsson: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg Ólafsson: Það er bara trúnaðarmál. Ingimar: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg Ólafsson: Ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg Ólafsson: Það var bara trúnaðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? Auðun Georg Ólafsson: Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg Ólafsson: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg Ólafsson: Mig minnti ekki hvenær nákvæmlega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg Ólafsson: Já, þá var hann í gær. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki nýlega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg Ólafsson: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg Ólafsson: Það er bara trúnaðarmál. Ingimar: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg Ólafsson: Ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg Ólafsson: Það var bara trúnaðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? Auðun Georg Ólafsson: Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg Ólafsson: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg Ólafsson: Mig minnti ekki hvenær nákvæmlega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg Ólafsson: Já, þá var hann í gær.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira