Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira