Erlent

Myndband með rúmensku gíslunum

Al Jazeera fréttastofan birti í gær myndband af þremur rúmenskum fjölmiðlamönnum sem var rænt í Írak á mánudaginn. Á myndbandinu sést jafnframt fjórði maðurinn sem er bandarískur ríkisborgari. Þetta staðfesti talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í gær. Hópurinn sem hefur fjórmenningana í haldi hefur enn ekki sett fram neinar kröfur fyrir lausn þeirra en talið er að ránið tengist hersetu Rúmena í Írak þar sem þeir hafa 800 hermenn. Rúmenarnir þrír höfðu nýlokið við að taka viðtal við Iyad Allawi, fyrrum forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, þegar þeim var rænt. Rúmenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að samningamaður hefði þegar verið sendur til Írak til þess að reyna að fá fólkið laust úr haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×