Innlent

Átján félög BHM sátt við kjörin

Átján af 24 félögum Bandalags háskólamanna hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við ríkið. Tæplega helmingur félagsmanna kaus um samninginn sem tryggir öllum félögunum laun yfir 200 þúsund krónur eftir mars á næsta ári. Rétt tæp níutíu prósent atkvæða féllu með honum en tæp tíu prósent sögðu nei. Sex félög eiga eftir að kjósa um samninginn. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður stjórnar bandalagsins, segir stöðuna tvísýna meðal sálfræðinga. Hún ætli að kynna samninginn í dag. Hún vonist til að það verði til þess að sálfræðingar samþykki hann. Allir iðjuþjálfar sem kusu samþykktu samninginn. Minnst var ánægjan meðal lögfræðinga en tæp 78 prósent þeirra samþykktu. Helmningur hjúkrunarfræðinga greiddi atkvæði og voru 82 prósent þeirra sáttir. Félag íslenskra náttúrufræðinga stóð utan við hópviðræður bandalagsins en hefur nú náð sambærilegri niðurstöðu í viðræður við ríkið. Ína Björg Hjálmarsdóttir formaður þeirra segir niðurstöðu kosningar ekki ljósa fyrr en ellefta apríl. - gag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×