Viðskipti innlent

Ekki jafnræði milli fyrirtækja

Samkeppnisráð mismunar fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypum Og Fjarskipta og Landssímans með ólíkum skilyrðum um dreifingu sjónvarpsefnis þeirra, segir Skarphéðinn B. Steinarsson stjórnarformaður Og Fjarskipta sem rekur Og Vodafone. Fyrirtækið krefst endurupptöku niðurstöðu samkeppnisráðs vegna samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla annars vegar og Símans og Skjás eins hins vegar. "Þeim verður heimilt að skilyrða áskrift að sínum sjónvarpsstöðvum sem þeir eru með í undirbúningi því að dreifileiðir Landssímans séu notaðar. Þetta getum við ekki fellt okkur við," segir Skarphéðinn. "Markmið allra var að hér yrði opinn, frjáls markaður með dreifingu á sjónvarpsefni og að fullkomin samkeppni á því sviði ríkti. Þeir sem ættu sjónvarpsefni til dreifingar, eins og við gerum í þessu tilfelli, væri óheimilt að skilyrða tiltekna dreifileið. Með því væri tryggð samkeppni en jafnframt tryggður aðgangur nýrra aðila að markaðinum," segir Skarphéðinn. Ekki náðist í fulltrúa samkeppnisyfirvalda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×