Innlent

Vitorðsmenn ekki fundnir

Ekki hefur enn tekist að finna hugsanlega vitorðsmenn bandarískrar konu á sjötugsaldri sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald til 1. apríl eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu um 800 grömm af kókaíni sem falin voru í hárkollu á höfði hennar. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er málið enn í rannsókn og enginn hér á landi hefur verið handtekinn vegna þess. Verðmæti fíknefnanna er talið nema allt að 30 milljónum króna og segir Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að fyrir liggi að konan hafi ekki verið ein að verki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×