Viðskipti erlent

Mesta einkavæðing í Færeyjum

Mesta einkavæðing í sögu Færeyja er fyrirhuguð í haust þegar fiskeldisfyrirtækið Færeyjar Seafood og United Seafood, sem rekur frystihúsin og annast fisksölu til útlanda, verða seld. Eftir efnahagshremmingarnar sem gengu yfir eyjarnar fyrir rúmum áratug fjármagnaði Atvinnulífsstofnunin, sem líkja má við Byggðastofnun hér á landi, rekstur og uppbyggingu félaganna fyrir fjármuni færeyska ríkisins sem á fyrirtækin núna. Þau verða nú sameinuð og seld sem eitt í október. Ekkert er gefið uppi um það hversu hárra tilboða færeyska landsstjórnin væntir í fyrirtækið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×