Innlent

Eldur í atvinnuhúsnæði í Kópavogi

Gríðarlegur hiti mætti reykköfurum slökkviliðsins þegar þeir héldu inn í atvinnuhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi um hálffjögurleytið í nótt þar sem eldur logaði innst í húsnæðinu. Þá urðu sprengingar þegar málningarílát og lítill gaskútur sprungu en engan slökkviliðsmann sakaði og tókst þeim að slökkva eldinn þegar þeir komust loks að honum. Talið er að hiti upp undir lofti húsnæðisins hafi verið á milli 600 og 1000 gráður og var vatnið úr brunaslöngunum um fjörutíu stiga heitt á gólfi hússins þega slökkvistarfi lauk. Verulegt tjón varð á verðmætum í húsnæðinu og á bílaverkstæði á efri hæð, sem fylltist af reyk og fannst reykjarlykt víða á höfuðborgarsvæðinu. Eldsupptök eru ókunn. Þá varð talsvert tjón í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í gærkvöldi þegar kveikt var í þvotti í þvottahúsi þar og reykur barst upp allan stigaganginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×