Skreytt og sérstakt steingólf 28. mars 2005 00:01 "Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi. Hús og heimili Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira
"Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi.
Hús og heimili Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira