Innlent

Lögreglan ekki beðin um aðstoð

Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lögregluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skipverja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum. Var slík beiðni send til Íslands fyrir tilstuðlan utanríkisráðuneytis Þýskalands í byrjun febrúar en hjá lögreglunni í Reykjavík höfðu menn ekki fengið neitt slíkt í hendurnar. Íslendingarnir sem um ræðir hafa nú verið í varðhaldi í tæpa þrjá mánuði en við leit tollyfirvalda í Bremerhaven fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi í klefum mannanna. Er það mat þýsku lögreglunnar að miðað við magnið sem mennirnir voru teknir með sé ekki ólíklegt að þeir eigi sér vitorðsmenn hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×