Gengið lækkar 23. mars 2005 00:01 Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira