Lífið

Gult, gult, gult

Nú þegar páskahátíðin fer í hönd er kjörið að skreyta heimilið hátt og lágt í þessum litum gleðinnar og mikið af skrautinu er þess eðlis að það má nota fram á haust. Elva Björk Jónatansdóttir, blómaskreytir hjá Blómastofu Friðfinns, segir að þó gult og grænt séu vissulega sígildir litir sé límónuliturinn í sífelldri sókn og skemmtilegt að nota hann með. "Á þessum árstíma ættu líka páskaliljur að prýða hvert heimili, og svo má ekki gleyma því að nú er hægt að setja þær út í beð eða ker," segir Elva Björk. "Afskornar páskaliljur standa í viku til tíu daga og þær er að auki hægt að fá á lauk. Ræturnar fara þá niður í vatnið en það verður að passa að laukurinn sjálfur blotni ekki því þá myglar hann. Þá er hægt að hengja páskaliljur á lauk upp á vegg því forðinn er í lauknum og hann lifir lengi þannig." Annars hvetur Elva Björk fólk til að nota hugmyndaflugið, fara út og sækja sér birkigreinar og skreyta. Skrautið á myndunum er úr Blómastofu Friðfinns.
...eða sítrónur
Páskaskreyting úr birki og páskaliljum .
Elskar mig, elskar mig ekki... þessi fallegu blóm sem minna á Baldursbrár eru ekki nýtínd af enginu heldur úr silki og standa árið um kring.
Þessir kertastjakar eru í laginu eins og eggjaskurn og eiga vel við á páskaborðið.
Lengjur með gulum perlum eru jafn fallegar hvort sem þær eru í vasa eða lagðar sem skraut á borðið.
Páskaliljur á lauk er hægt að nota hvort sem er í vasa eða til að hengja upp á vegg.
Gerviávextir eru skemmtilegt borðskraut eins og límónur ...





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.