Lífið

Uppskrift að léttu sumarheimili

Nú er farið að birta og þá vill maður oft sjá heimilið sitt í nýju ljósi, einkum ef þú lætur slag standa og þrífur gluggana að utan. Það er fjörlegt að breyta aðeins til á heimilinu með hækkandi sól og hefur þú nokkuð betra að gera um páskana en að búa þér enn fegurra heimili? Hér eru nokkur miseinföld ráð sem svínvirka. 1. Ekki fela þig. Auðvitað er ástæðulaust að bera einkalíf sitt á torg fyrir granna og gangandi. En ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að það sjáist of mikið inn til þín er full ástæða til að láta fallega glugga og gluggakistur njóta sín án þess að kæfa þá með gardínum. 2. Hleyptu ljósinu inn. Stattu með þér og láttu brjóta niður þennan vegg milli stofu og borðstofu sem hefur alltaf farið í taugarnar á þér. Ef þér finnst það of mikið mál geturðu byrjað á því að brjóta gat og setja rennihurð. Þannig verður bjartara en þú heldur ásamt tveimur herbergjum. 3. Láttu ljósið skína. Speglar og aðrir skínandi fletir magna ljósið og láta herbergin sýnast stærri. Ef þér finnst of mikið að skella stórum spegli fyrir ofan stofusófann er ótrúlegt hvað litlir hlutir eins og myndarammar, skálar og skraut úr málmi geta aukið við birtuna í herberginu. 4. Birtu til. Notaðu púða, mottur og léttar ábreiður í ljósum litum til að gefa heimilinu léttan og sumarlegan blæ. 5. Í sumar ættir þú alltaf að hafa fallegan blómvönd í vasa í stofunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.