Viðskipti innlent

Stríð á sjálfsafgreiðslustöðvum

Stóru olíufélögin og dótturfélög þeirra hafa öll aukið afslátt á sjálfsafgreiðslubensíni eftir að Atlantsolía opnaði fyrstu bensínstöð sína í Reykjavík fyrir mánuði. Áður höfðu stóru félögin boðið meiri afslátt en annars staðar í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem fyrstu tvær stöðvar Atlantsolíu eru þannig að Atlantsolía virðist ótvírætt hafa forystu í sölu á ódýru bensíni. Annað sem rennir undir það stoðum er að afsláttur á bensíni á mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum stóru félaganna hefur fjórfaldast, úr einni krónu upp í fjórar, eftir að Atlantsolía kom inn á markaðinn. Eftir tilfæringar upp og niður á bensínverði síðustu dagana kostar lítrinn á mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum og hjá Atlantsolíu milli 97 og 98 krónur en 105,60 krónur lítrinn á stöðvum með fullri þjónustu. Sjálfsafgreiðsluafsláttur stóru félaganna er mun minni alls staðar utan höfuðborgarsvæðisins nema á Akureyri, þar sem hann er sá sami.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×