Viðskipti innlent

Seðlabankinn hækkar vexti um 0,25%

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur frá og með 29. mars n.k. í 9%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 3,7 prósentur síðan í maí sl. Rökstuðningur fyrir þessari hækkun er nær hinn sami og við síðustu hækkun, að núverandi aðstæður í efnahagslífinu kalli á aukið peningalegt aðhald. Samhliða þessari hækkun lýsir bankinn aukinni þörf fyrir aukið aðhald á næstu mánuðum. Þetta eru nokkuð minni hækkun en væntingar markaðarins gerðu ráð fyrir en til að mynda spáði Greiningardeild KB banka um 50 punkta hækkun. Í hálf fimmfréttum KB banka segir að ársfundur Seðlabankans verði haldinn þann 30. mars og þá sé sá möguleiki opinn að bæta við frekari hækkunum. Ennfremur segir að mjög líklegt sé að töluverð styrking krónunnar á síðustu vikum gæti að einhverju leyti gengið til baka.  Peningamál Seðlabankans





Fleiri fréttir

Sjá meira


×