Bann við dreifingu á Kristal Plús var óheimilt 21. mars 2005 00:01 Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarmála hefur kveðið upp þann úrskurð að Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, UHR, hafi verið óheimilt að setja dreifingarbann á drykkinn Kristal Plús sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. setti á markað um áramót. Úrskurðarnefnd tekur undir sjónarmið Ölgerðarinnar þess efnis að enginn lagagrundvöllur hafi verið fyrir dreifingarbanninu. Ölgerðin íhugar að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur vegna þess skaða sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna dreifingarbannsins. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri að úrskurðurinn sé mikilvægur sigur fyrir Ölgerðina og viðurkenning á málstað fyrirtækisins. Andri Þór segir Ölgerðina hafa markað sér þá stefnu að bjóða uppá hollari drykki og því sé mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að hafa skýrar reglur til að vinna eftir. Ölgerðin setti Kristal Plús á markað í tveimur bragðtegundum um áramót. UHR stöðvaði dreifingu drykkjarins með bréfi dagsettu 4. janúar. Átti stöðvun dreifingar að gilda þar til niðurstaða umsóknar til Umhverfisstofnunar um aukaefni í matvælum lægi fyrir. Ölgerðin fór fram á að dreifingarbanninu yrði aflétt en þeirri kröfu var synjað með bréfi 6. janúar. Ölgerðin kærði báðar þessar ákvarðanir UHR til Úrskurðarnefndar hollustuhátta- og mengunarmála sem tók málið fyrir 17. mars sl. Ölgerðin hefur, allt frá því dreifing á Kristal Plús var stöðvuð, haldið því fram að hvergi hafi komið fram á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um stöðvun dreifingar á Kristal Plús hafi verið tekin. Einungis hafi verið vísað til reglugerðarákvæða um aukaefni í matvælum en vítamín og steinefni, sem finnast í Kristal Plús, eru ekki aukaefni í skilningi reglugerðarinnar. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarmála hefur kveðið upp þann úrskurð að Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, UHR, hafi verið óheimilt að setja dreifingarbann á drykkinn Kristal Plús sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. setti á markað um áramót. Úrskurðarnefnd tekur undir sjónarmið Ölgerðarinnar þess efnis að enginn lagagrundvöllur hafi verið fyrir dreifingarbanninu. Ölgerðin íhugar að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur vegna þess skaða sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna dreifingarbannsins. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri að úrskurðurinn sé mikilvægur sigur fyrir Ölgerðina og viðurkenning á málstað fyrirtækisins. Andri Þór segir Ölgerðina hafa markað sér þá stefnu að bjóða uppá hollari drykki og því sé mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að hafa skýrar reglur til að vinna eftir. Ölgerðin setti Kristal Plús á markað í tveimur bragðtegundum um áramót. UHR stöðvaði dreifingu drykkjarins með bréfi dagsettu 4. janúar. Átti stöðvun dreifingar að gilda þar til niðurstaða umsóknar til Umhverfisstofnunar um aukaefni í matvælum lægi fyrir. Ölgerðin fór fram á að dreifingarbanninu yrði aflétt en þeirri kröfu var synjað með bréfi 6. janúar. Ölgerðin kærði báðar þessar ákvarðanir UHR til Úrskurðarnefndar hollustuhátta- og mengunarmála sem tók málið fyrir 17. mars sl. Ölgerðin hefur, allt frá því dreifing á Kristal Plús var stöðvuð, haldið því fram að hvergi hafi komið fram á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um stöðvun dreifingar á Kristal Plús hafi verið tekin. Einungis hafi verið vísað til reglugerðarákvæða um aukaefni í matvælum en vítamín og steinefni, sem finnast í Kristal Plús, eru ekki aukaefni í skilningi reglugerðarinnar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira