Innlent

Báru ljúgvitni fyrir dómi

Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að tvær stúlkur væru sekar um að bera mann röngum sakargiftum og dæmdi þær til samtals fimmtán mánaða fangelsisdóms. Fékk önnur þeirra níu mánaða dóm, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, en hin sex mánaða dóm sem að öllu leyti var bundinn skilorði. Komst dómurinn að því að stúlkurnar höfðu sammælst um að greina ranglega frá því að hinn ákærði hefði nauðgað annarri þeirra í hlíðum Akrafjalls síðasta sumar en ákærði hélt því fram að kynmökin hefðu átt sér stað með fullu samþykki stúlkunnar. Í dóminum er gagnrýnt að lögregla hafi ekki rannsakað sérstaklega hagi ákærðu með tilliti til alvarleika kærunnar en fyrir hafi legið að báðar hafi átt erfitt uppdráttar í ýmsu tilliti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×