Innlent

Hætta við myndatökur

"Okkar mat er að betur má ef duga skal og tillögurnar eru fyrstu skref í þá átt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, en bæjarstjórnin hefur lagt línurnar með hvernig sé best að efla innbrotavarnir og öryggi íbúa bæjarfélagsins en tíðni innbrota á Nesinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Bæjarstjórn hefur um skeið skoðað tillögur sem borist hafa og mun ætlunin að skoða betur fimm tillögur en fallið hefur verið frá því að setja upp eftirlitsmyndavélar við bæjarmörkin eins og fyrstu hugmyndir voru um. "Það var dálítið viðkvæmt enda erfitt að feta stíginn milli eftirlits afbrotamanna og eftirlits almennings. Sú tillaga er ekki ein af þeim sem við ætlum að skoða nánar og er komin á hilluna að svo stöddu." Meðal leiða sem fara á til að auka öryggi er aukin nágrannavarsla, löggæsla verði aukin frá því sem nú er, tekin verði saman tölfræði afbrota í bænum og kynnt fyrir íbúum og einnig skuli kanna hvort hægt sé að nota ljósleiðaratæknina til að efla öryggi heimila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×