Viðskipti innlent

Bensínið hækkar

Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð. Athygli vekur að lítraverð er breytilegt eftir landshlutum og þurfa íbúar Vesturlands til dæmis yfirleitt að greiða tveimur til fjórum krónum hærra verð fyrir bensín en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Hvorki Orkan né Atlantsolía hafa tilkynnt um verðhækkanir þrátt fyrir þróun heimsmarkaðsverðs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×