Ekki borgunarmaður skaðabóta 19. mars 2005 00:01 Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. Hákon Eydal var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær og jafnframt til að greiða þremur börnum Sri Rahmawati samtals 22 milljónir króna í bætur, en gerð var krafa um bæði miskabætur og bætur vegna missis framfæranda. Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður barna Sri, segir aðspurð að litlar líkur séu á að börnin fái allar bæturnar. Trúlega muni ríkissjóður ábyrgjast allt að sex milljónum króna fyrir þau öll en að öðru leyti telji hún að Hákon sé ekki borgunarmaður fyrir restinni. Hákon mun væntanlega afplána dóminn á Litla-Hrauni en fangelsið er jafnframt vinnuhæli. Aðspurð hvort einhver möguleiki sé á því að Hákon vinni fyrir fjárhæðinni á Litla-Hrauni segir Helga að litlar líkur séu á því og hún viti ekki hvort Hákon hafi einhvern vilja til að reyna að greiða börnunum bætur fyrir móðurmissinn. Spurð hvort það sé þá til einhvers að dæma fólki jafnháar bætur segir Helga að kannski sé svo ekki. Það vilji því miður verða svo að ofbeldismenn af þessu tagi séu oftar en ekki eignalausir. Hún telur að breyta þurfi lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Sem dæmi nefnir hún miskabætur og segir að þær hafi ekki verið vísitölutengdar né hafi nokkur hækkun orðið á þeim frá árinu 1995. Miðað við dæmdar miskabætur í dag telji hún því fulla ástæðu til að endurskoða lögin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta. Hákon Eydal var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær og jafnframt til að greiða þremur börnum Sri Rahmawati samtals 22 milljónir króna í bætur, en gerð var krafa um bæði miskabætur og bætur vegna missis framfæranda. Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður barna Sri, segir aðspurð að litlar líkur séu á að börnin fái allar bæturnar. Trúlega muni ríkissjóður ábyrgjast allt að sex milljónum króna fyrir þau öll en að öðru leyti telji hún að Hákon sé ekki borgunarmaður fyrir restinni. Hákon mun væntanlega afplána dóminn á Litla-Hrauni en fangelsið er jafnframt vinnuhæli. Aðspurð hvort einhver möguleiki sé á því að Hákon vinni fyrir fjárhæðinni á Litla-Hrauni segir Helga að litlar líkur séu á því og hún viti ekki hvort Hákon hafi einhvern vilja til að reyna að greiða börnunum bætur fyrir móðurmissinn. Spurð hvort það sé þá til einhvers að dæma fólki jafnháar bætur segir Helga að kannski sé svo ekki. Það vilji því miður verða svo að ofbeldismenn af þessu tagi séu oftar en ekki eignalausir. Hún telur að breyta þurfi lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Sem dæmi nefnir hún miskabætur og segir að þær hafi ekki verið vísitölutengdar né hafi nokkur hækkun orðið á þeim frá árinu 1995. Miðað við dæmdar miskabætur í dag telji hún því fulla ástæðu til að endurskoða lögin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira