Menning

iPod í bílinn

Á næstunni mun það verða leikur einn fyrir tónlistarunnendur að taka uppáhaldslögin með sér í bíltúr. Bílaframleiðandinn General Motors er með heila línu af útvörpum í smíðunum sem mun líta dagsins ljós í Chevy HHR og öðrum GM-farartækjum seint á vormánuðum. Auðveldlega verður hægt að stinga iPod eða öðrum tónlistartækjum í samband við hljómtækin og spila lög af þeim. "Við teljum að þessi tækni muni vekja mikla lukku meðal viðskiptavina okkar," segir Paul Nadeau, forstjóri General Motors, á heimasíðu fyrirtækisins. Nýja útvarpið verður staðalbúnaður í 2006 árgerðunum af Chevy HHR, Impala og Monte Carlo, Saturn VUE og ION, Pontiac Solstice, Buick Lucerne og Cadillac DTS. Á næstu árum verður útvarpinu komið fyrir í fleiri bifreiðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×