Viðskipti innlent

Góð afkoma Flugstöðvarinnar

890 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Flugstöðar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra en árið á undan nam hagnaðurinn 547 milljónir króna. Fjölgun farþega, meiri fjármunamyndun og þróun gengis- og vaxtamála hafði mikil áhrif á rekstur félagsins á árinu. Heildartekjur félagsins fyrir árið 2004 námu um 5,8 milljörðum króna og jukust um tæp 28 prósent milli ára. Það er aukning um tæpa 1,3 milljarða króna sem er mun meira en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×