Innlent

Engar bætur fyrir varðhaldsvist

MYND/E.Ól
Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður. Meginástæða þess að maðurinn fékk ekki bætur var sú að talið var að hegðun hans hefði leitt til handtöku og að framkoma hans við yfirheyrslur hefði valdið því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Þá er líka sagt að hegðun mannsins hafi stuðlað að því hversu mikið varðhaldsvistin dróst á langinn. Því var ríkið sýknað af kröfunum þrátt fyrir að varðhaldstíminn hefði verið í lengra lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×