Laun almennra bankamanna há 17. mars 2005 00:01 Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt. Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt.
Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira