Viðskipti innlent

900 milljóna hagnaður FLE

Tæplega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra sem er u.þ.b. þrjátíu prósenta meiri hagnaður en árið þar áður. Að vísu voru tekjur af Íslenskum markaði í fyrsta sinn teknar inn í uppgjörið í fyrra en fyrir utan það var afkomubatinn samt umtalsverður. Heildartekjur námu tæpum sex milljörðum króna í fyrra, þar af tæpar 600 milljónir vegna Íslensks markaðar. Greiddur verður fimmtán prósenta arður af rekstrinum til Ríkissjóðs, eða 375 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×