Innlent

Rannsakar fjársvik á Ebay

"Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. Fara fjársvikin fram með þeim hætti að eftir að sýndaruppboði lýkur er haft samband við þann sem næsthæsta tilboð átti og honum tjáð að sá er átti hæsta boð hafi fallið frá boði sínu og viðkomandi boðið að kaupa gripinn sem boðið var í. Sá böggull fylgir þó skammrifi að viðskiptin fara fram fyrir utan samskiptanet Ebay. Kaupandinn sendir greiðslu beint til viðtakanda en varan skilar sér aldrei. Ómar segir rannsókn nýlega hafna á umræddu máli en ekki sé útilokað að hægt verði að ná hinum seka. Ekki sé erfiðara að upplýsa mál af þessu tagi en önnur sakamál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×