Innlent

Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi

Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur. Upphæðin sem hér um ræðir er áætlaður helmingur þeirra viðskipta sem auglýsingastofan Gott fólk gerði ráð fyrir að fá fyrir störf við markaðssetningu og auglýsingagerð fyrir Símann en skömmu áður en þremenningarnir sögðu upp stóð til að rifta samningi Símans við Gott fólk og auglýsingastofuna Nonna og manna og bjóða verkið út. Er það mat stefnanda að þeir þrír sem hættu störfum og voru lykilmenn hjá fyrirtækinu ætluðu sér að stofna nýja stofu og bjóða sjálfir í verkið. Hafi þeir tímasett uppsagnir sínar til að hámarka það rask sem slíkt ylli með það að markmiði að ná til sín viðskiptum frá Góðu fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×