Innlent

Fjórir teknir með barnaklám

Fjórir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að lögregla í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri fann talsvert magn barnakláms við húsleitir sem gerðar voru eftir ábendingu frá lögreglunni í Finnlandi. Voru ellefu tölvur gerðar upptækar og er verið að fara yfir það efni sem í þeim vélum er. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur en upplýsingarnar um þá bárust frá Finnlandi þar sem rannsóknarmenn höfðu rekið augun í tengsl til Íslands eftir að mikið magn véla var gert upptækt við eftirlit þar. Um sex menn reyndist að ræða; þrjá í Reykjavík, tvo á Akureyri og einn í Kópavogi og fannst nægilegt efni hjá fjórum þeirra til handtöku. Einum tókst þó að eyða öllu ólöglegu efni út af vél sinni þegar lögregla kom á staðinn. Tekur nú við frekari rannsókn á þeim tölvum sem gerðar voru upptækar en lögum samkvæmt er ólöglegt að geyma klámfengið efni af börnum undir 18 ára á einkatölvum og eru viðurlög sektir eða fangelsisdómur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×