Milljarðar svart hjá veitingahúsum 15. mars 2005 00:01 Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira