Viðskipti innlent

Dalurinn ekki ódýrari í 13 ár

Gengi bandaríkjadals fór undir 59 krónur í morgun og hefur hann ekki verið svo ódýr síðan árið 1992. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að helstu ástæður fyrir þessu gríðarháa gengi krónunnar séu mikill munur innlendra og erlendra vaxta og vaxandi innlend eftirspurn, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda. Greiningardeild bankans telur bæði ríki og sveitarfélög hafa gert hagstjórnarleg mistök með því að auka opinberar fjárfestingar á þenslutímum og þetta háa gengi sé afleiðing þessara mistaka. Engin merki eru um að gengið sé á leið niður í bráð, ekki síst vegna þess að Seðlabanki Íslands mun væntanlega hækka vexti síðar í mánuðinum til að slá á verðbólguna sem er vel yfir viðmiðunarmörkum bankans, en hærri vextir stuðla að styrkingu krónunnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×