Neita að vinna með Auðuni Georg 14. mars 2005 00:01 „Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“ Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira