Óvíst með samruna félaganna 14. mars 2005 00:01 Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira