Innlent

Lögreglan varar við netþrjótum

Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrirtæki til að uppfæra reglulega þann hugbúnað sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Ástæðan er sú að nýverið var leitað til lögreglunnar vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík. Tölvuþrjótar höfðu komið þar fyrir heimasíðu sem líktist í einu og öllu innskráningarsíðu í heimabanka hjá stórum erlendum banka. Þegar notandi hafði slegið inn notandanafn og lykilorð þá voru umræddar upplýsingar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óviðkomandi þannig aðgang að heimabanka grunlausra einstaklinga. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir nauðsynlegt að vara við þessu, enda tilgangur brota af þessu tagi margvíslegur. Viðkomandi geti t.a.m. verið að sanna fyrir sjálfum sér eða öðrum að þeir geti þetta, leita eftir upplýsingum í gagnabönkum, koma inn upplýsingum sem gagnast þeim eða jafnvel hefna sín á einhverjum.  Að sögn Ómars hafa ekki borist margar kærur í svona málum hér á landi því flest fyrirtæki hafi gert ráðstafanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×