Ólst upp við myndarskap í eldhúsi: Heitar perur með möndlukremi 11. mars 2005 00:01 Elín kveðst hafa alist upp við myndarskap í eldhúsinu hjá móður sinni og snemma fengið að vera þátttakandi í öllu sem hún gerði. Sjálf kveðst hún hafa fengið eitthvað af þessum genum, að minnsta kosti viti hún fátt skemmtilegra en bjóða heim gestum og búa til eitthvað gott handa þeim. „Svo er alltaf spurning um hvað maður hefur tíma til,“ segir hún og bætir við. „En þessi möndluréttur er að minnsta kosti fljótlegur og er algjört sælgæti, hvort heldur sem eftirréttur eða á kökuborð.“Heitar perur með möndlukremi4-5 þroskaðar perur eða heildós niðursoðnar perur.1/2 sítróna2-3 msk sykurKrem75 gr. möndlur100 gr smjör125 gr sykur (1 ½ dl.)2 eggjarauður2 msk rjómi2 eggjahvítur Skrælið og kjarnhreinsið perurnar, skerið þær í þunna báta og raðið þeim í smurt, eldfast form. Kreistið sítrónusafa og hellið honum og sykrinum yfir ferskar perur en ef notaðar eru niðursoðnar skal sleppa sykrinum. Saxið möndlurnar mjög smátt eða malið í matarkvörn. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjarauðum út í, einni í einu og þeytið vel á milli. Hrærið möndlunum og rjómanum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við blönduna. Hellið kreminu yfir perurnar og bakið í 180°c heitum ofni í ca. 20 mín. Berið réttinn heitan fram með þeyttum rjóma eða vanilluís og gott er að strá örlitlum flórsykri ofan á kökuna í lokin. Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Elín kveðst hafa alist upp við myndarskap í eldhúsinu hjá móður sinni og snemma fengið að vera þátttakandi í öllu sem hún gerði. Sjálf kveðst hún hafa fengið eitthvað af þessum genum, að minnsta kosti viti hún fátt skemmtilegra en bjóða heim gestum og búa til eitthvað gott handa þeim. „Svo er alltaf spurning um hvað maður hefur tíma til,“ segir hún og bætir við. „En þessi möndluréttur er að minnsta kosti fljótlegur og er algjört sælgæti, hvort heldur sem eftirréttur eða á kökuborð.“Heitar perur með möndlukremi4-5 þroskaðar perur eða heildós niðursoðnar perur.1/2 sítróna2-3 msk sykurKrem75 gr. möndlur100 gr smjör125 gr sykur (1 ½ dl.)2 eggjarauður2 msk rjómi2 eggjahvítur Skrælið og kjarnhreinsið perurnar, skerið þær í þunna báta og raðið þeim í smurt, eldfast form. Kreistið sítrónusafa og hellið honum og sykrinum yfir ferskar perur en ef notaðar eru niðursoðnar skal sleppa sykrinum. Saxið möndlurnar mjög smátt eða malið í matarkvörn. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjarauðum út í, einni í einu og þeytið vel á milli. Hrærið möndlunum og rjómanum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við blönduna. Hellið kreminu yfir perurnar og bakið í 180°c heitum ofni í ca. 20 mín. Berið réttinn heitan fram með þeyttum rjóma eða vanilluís og gott er að strá örlitlum flórsykri ofan á kökuna í lokin.
Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið