Segja ráðningu ekki pólitíska 10. mars 2005 00:01 Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira