Menning

Vilji til að breyta

Í næsta mánuði verður í boði hér svokallað NLP-námskeið, undir handleiðslu Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur NLP-kennara, þjálfara og meðhöndlara. NLP er sérstök tækni sem aðstoðar fólki við að breyta lífi sínu með sjálfstjórn. Á námskeiðinu læra þátttakendur aðferðir til að eiga í góðum og gagnlegum samskiptum við aðra og fá fólk til að hlusta á sig. Auk þess verður lögð áhersla á eigið verðgildi og hvernig maður öðlast það sem skiptir mann máli. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem vilja breyta hlutum í lífi sínu sem þeim líkar ekki við. Áhugasamir geta skráð sig hjá Guðrúnu Harðardóttur í síma 863 0800.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×