Menning

Árásargirni í fingralengd

Fingralengd karlmanna getur gefið vísbendingar um hversu árásargjarnir þeir eru ef marka má niðurstöður kanadískra vísindamanna sem starfa við Háskólann í Alberta. Niðurstöðurnar eru eitthvað á þá leið að því styttri sem vísifingurinn er í samanburði við lengd baugfingurs því árásargjarnari er maðurinn. Þetta á þó eingöngu við um líkamlega árásargirni en ekki andlega, að sögn vísindamannanna. Baugfingur og vísifingur kvenna eru yfirleitt álíka langir en baugfingur karlmanna er í flestum tilvikum mun lengri en vísifingur. Fyrri rannsóknir benda einnig til að því lengri sem baugfingurinn er á karlmanninum, og því samhverfari eða symmetrískari sem hönd hans er, því frjórri sé hann. Dr. Peter Hurd, sem stjórnaði rannsókninni, hyggst nú rannsaka hvort karlmenn með kvenlegri fingralengd hafi meiri tilhneigingu til þunglyndis en hinir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×