Innlent

Óttast hefndaraðgerðir

Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins. Eigandinn var ekki staddur á veitingastaðnum þegar rannsakendur ruddust inn og tóku þau gögn sem þeir vildu. Er hann ósáttur við vinnubrögðin og finnst að sér vegið, ekki síst vegna ummæla sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að jafnvel sé grunur um fíkniefnabrot og vændi á sumum staðanna. Eigandinn undrast að hann hafi hreinlega ekki verið beðinn um bókhaldsgögn sem hann þarf að halda og geyma í nokkur ár. Þá segir hann herferð sem þessa líta illa út fyrir fyrirtæki í þjónustu og ekki spurning um að þetta komi til með skaða rekstur hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×