Innlent

Lögregla varar við netsvikum

Ríkislögreglustjóri varar fólk við fjársvikum á Netinu en nokkur fjársvikamál hafa verið kærð til embættisins að undanförnu. Meðal annars hafa óprúttnir aðilar notfært sér uppboðsvefinn eBay til fjársvika. Á vef Ríkislögreglustjóra segir að fjársvikararnir stofni gjarnan til uppboðs og komist þannig í tengsl við fórnarlömbin. Kaupendum sé boðin vara til sölu, beint án milligöngu eBay og á mun hagstæðara verði, og peningar séu síðan sendir seljanda. Lögreglan bendir á að oftar en ekki séu peningarnir sóttir í banka og hverfi hreinlega, en engin vara skili sér til kaupenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×