Innlent

Vélaborg stefnt af KB banka

KB banki hefur höfðað einkamál á hendur Vélaborg ehf. Er það vegna búvéla sem bankinn telur að fyrirtækið hafi keypt á of lágu verði af Vélum og þjónustu hf. örfáum dögum fyrir gjaldþrot þess í september. Eigendur Vélaborgar áttu Vélar og þjónustu hf. Verð búvélanna nam um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum bankans er það kostnaðarverð vélanna. Stefna KB banka byggir á því að eigendurnir hafi selt stóran hluta af veðsettum lager fyrirtækisins fyrir gjaldþrotið eftir að greiðsluáskorun hafi verið birt. Það sé ekki leyfilegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×