Innlent

Dettifossmálið á lokastigi

Gæsluvarðhald yfir manni um þrítugt sem handtekinn var í Hollandi í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli var framlengt um fimm vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var framseldur íslenskum yfirvöldum frá Hollandi. Rannsókn málsins hófst í mars í fyrra þegar nokkur kíló af fíkniefnum fundust í farmi Dettifoss. Í júlí fundust svo átta kíló af amfetamíni sem flutt voru til landsins með sama skipi og lagði lögreglan hald á 2000 skammta af LSD í kjölfarið. Þó maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá því í september fann íslenska lögreglan 4000 skammta af LSD sem voru í farangri mannsins og hollensku lögreglunni yfirsáust og sendu til Íslands rétt eftir áramótin. Fimm sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins en rannsókn þess er á lokastigi að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×