Erlent

Sex létust í bílsprengingu

Að minnsta kosti sex féllu í valinn og nærri þrjátíu særðust í bílsprengingu í Bagdad í morgun. Sprengjan spakk utan við ráðningarstöð hersins. Fyrir skömmu heyrðist svo önnur stór sprenging í Bagdad en ekki hafa borist fregnir af því hvort mannfall hafi einnig orðið í því tilviki. Í gær myrtu uppreisnarmenn í Írak dómara og lögmann sem áttu að rétta yfir Saddam Hussein og samstarfsmönnum hans vegna stríðsglæpa þeirra. Mennirnir, sem voru feðgar, voru skotnir til bana fyrir utan heimili sín í Bagdad. Fjölmargir dómarar og lögfræðingar hafa verið drepnir í Írak undanfarna mánuði en þetta er í fyrsta sinn sem uppreisnarmenn beina spjótum sínum að meðlimum dómstólsins sem á að rétta yfir Saddam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×