Sérfræðingar til varnar hundi 28. febrúar 2005 00:01 Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira