Litli hluthafinn í aðalhlutverki 23. febrúar 2005 00:01 Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins. Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins.
Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira