Segir sönnunarbyrði óeðlilega 23. febrúar 2005 00:01 Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. Í júní á síðasta ári ók leigubílstjóri fjórum mönnum um borgina þegar einn þeirra réðst á hann og skar hann á háls. Leigubílstjórinn slapp lifandi en litlu mátti muna. Einn mannanna var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til manndráps en var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðurnar eru þær að sakborningurinn mundi ekkert sökum ölvunar, leigubílstjórinn sá ekki hver réðst á hann og rannsókn lögreglu var að mati héraðsdóms svo ábótavant að ekki var hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Segir í dómnum að þær rannsóknir, sem hefði átt að gera í tengslum við málið, hafi ekki verið gerðar, en að þær hefðu getað haft áhrif á niðurstöðuna. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að gagnrýni dómaranna verði tekin til skoðunar en hann heldur því einnig fram að sönnunabyrðin sé alltof mikil og reyndar farið fram úr því sem eðlilegt geti talist eða það sem skynsemin segi mönnum yfirleitt þegar komið sé á vettvang. En er þá allt í lagi með rannsóknina sem fram fór? Ingimundur segir að vissulega sé hægt að finna að rannsókn málsins í einhverjum atriðum þegar grannt sé skoðað en að þær ávirðingar sem meirihluti dómsins hafi fundið skuli vega svona þungt sem raun ber vitni og leiði sýknu sakbornings þyki honum miður, Guðbjarni Eggertsson, lögmaður leigubílstjórans, segir að í ljósi rannsóknarinnar hafi mátt búast við þessari niðurstöðu. Leigubílstjórinn vildi ekki koma í viðtal en sagðist ósáttur við niðurstöðuna. Hann væri með svakalega áverka, líkamlegra sem andlegra, sem enginn svaraði til saka fyrir. Guðbjarni taldi víst að málinu yrði áfrýjað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. Í júní á síðasta ári ók leigubílstjóri fjórum mönnum um borgina þegar einn þeirra réðst á hann og skar hann á háls. Leigubílstjórinn slapp lifandi en litlu mátti muna. Einn mannanna var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til manndráps en var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðurnar eru þær að sakborningurinn mundi ekkert sökum ölvunar, leigubílstjórinn sá ekki hver réðst á hann og rannsókn lögreglu var að mati héraðsdóms svo ábótavant að ekki var hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Segir í dómnum að þær rannsóknir, sem hefði átt að gera í tengslum við málið, hafi ekki verið gerðar, en að þær hefðu getað haft áhrif á niðurstöðuna. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að gagnrýni dómaranna verði tekin til skoðunar en hann heldur því einnig fram að sönnunabyrðin sé alltof mikil og reyndar farið fram úr því sem eðlilegt geti talist eða það sem skynsemin segi mönnum yfirleitt þegar komið sé á vettvang. En er þá allt í lagi með rannsóknina sem fram fór? Ingimundur segir að vissulega sé hægt að finna að rannsókn málsins í einhverjum atriðum þegar grannt sé skoðað en að þær ávirðingar sem meirihluti dómsins hafi fundið skuli vega svona þungt sem raun ber vitni og leiði sýknu sakbornings þyki honum miður, Guðbjarni Eggertsson, lögmaður leigubílstjórans, segir að í ljósi rannsóknarinnar hafi mátt búast við þessari niðurstöðu. Leigubílstjórinn vildi ekki koma í viðtal en sagðist ósáttur við niðurstöðuna. Hann væri með svakalega áverka, líkamlegra sem andlegra, sem enginn svaraði til saka fyrir. Guðbjarni taldi víst að málinu yrði áfrýjað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent