Innlent

Ökumaður virtist látinn

Lögreglan og sjúkrabíll voru send með hraði á Vogastapa um hádegisbil eftir að tilkynnt var um kyrrstæða bifreið þar sem ökumaðurinn virtist ekki vera með lífsmarki. Því var neyðarlið sent á staðinn í flýti. Í þann mund er hjálpin barst varð vart við lífsmark í bílnum. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði orðið mjög þreyttur eftir langa vakt á flugvallarsvæðinu og fann sér rólegan stað til að leggjast til svefns. Honum varð eðlilega mjög brugðið þegar bæði lögregla og sjúkralið komu að honum og vöktu með látum, samkvæmt fréttum Víkurfrétta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×