Innlent

Skilorð fyrir árás með flösku

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann á 23. aldursári í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa slegið mann með bjórflösku í andlitið og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að bein í andliti brotnuðu. Við refsimat var litið til þess að sá dæmdi játaði brot sitt skýlaust auk þess sem kærandinn er talinn hafa átt "nokkur upptök" að átökunum. Kærandinn dró málið á sínum tíma til baka þar sem sátt hafði náðst um skaðabætur en lagði kæruna fram aftur þegar hann fékk ekki peningana. Hinum dæmda var gert að greiða kærandanum tæpar 200 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×