Innlent

Strauk frá Stuðlum og er leitað

Lögreglan hefur svipast um eftir drengnum, auk þess sem foreldrar hans hafa leitað hans, en hann var ófundinn þegar fréttin var unnin í gær. "Við erum með opna meðferð," sagði Sólveig Ásgrímsdóttir forstöðumaður á Stuðlum. "Börnin eru ekki lokuð inni. Þau fara út í frímínútum, þau fara í dagleyfi og í helgarleyfi. Það er til í dæminu að börn geta látið sig hverfa, en það kemur örsjaldan fyrir, um það bil í 3 - 6 skipti á síðasta ári. Aðrar tölur liggja ekki fyrir. Þetta er eitthvað sem getur gerst þegar verið er með fólk í meðferð þar sem þarf að byggja upp ákveðið traust og vinna með því. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að lokuð meðferðarúrræði virka ekki." Sólveig sagði, að foreldrar þyrftu að samþykkja vistun á Stuðlum væru börnin undir 15 ára aldri. Eftir það þyrftu börnin að skrifa undir sjálf, ásam foreldrum. Ef barn hyrfi væru foreldrar, barnaverndaryfirvöld og lögregla látin vita. Þau sem færu þannig kæmu alltaf aftur til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×