Hvað um holdsveikraspítalann? 21. febrúar 2005 00:01 Húsið, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er í deiliskipulagi, en lokaákvörðun er í höndum yfirvalda í Kópavogi. Fyrir tveimur árum keypti Kópavogsbær hluta af landi Kópavogshælisins af ríkinu og í kjölfarið var efnt til samkeppni meðal arkitekta um deiliskipulag svæðisins. Benjamín Magnússon arkitekt vann þá samkeppni og samkvæmt tillögum hans fellur gamla Holdsveikrahælið á lóðinni að því skipulagi. Húsið er hið merkilegasta, teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt, en það var kvenfélagið Hringurinn sem stóð að byggingu þess árið 1926. Þá var það hugsað sem hressingarhæli fyrir berklasjúklinga í Kópavogi. Á hælinu voru rúm fyrir 24 sjúklinga en upphaflega var ætlunin að vista þar einkum sjúklinga í afturbata, sem höfðu ekki náð fullri heilsu og þoldu ekki erfiðisvinnu. Vegna skorts á aðstöðu fyrir berklasjúklinga varð Kópavogshæli almennt berklahæli, líkt og Vífilsstaðir og Kristnes. Þegar herinn kom til landsins árið 1940 tók hann Holdsveikraspítalann í Laugarnesinu til eigin nota og sjúklingar þar voru vistaðir á berklahælinu. Þeir sem voru í Kópavoginum voru ýmist fluttir á Kristnesspítala eða Vífilsstaði. Síðustu holdsveikisjúklingarnir létust árið 1970 og síðan hefur lítil starfsemi verið í húsinu. Benjamín segir enn of snemmt að segja til um örlög hússins. "Í þeirri tillögu sem ég lagði fram á sínum tíma er get ráð fyrir að þetta hús muni standa áfram. Það eru hins vegar fleiri aðilar sem koma að þeirri ákvörðun og meta hvað er skynsamlegt að gera. Húsið hefur staðið ónotað um árabil og það er töluverð vinna að gera það upp. Í mínum drögum var eingöngu gert ráð fyrir þeim möguleika að húsið gæti staðið áfram, en ekki í hvaða samhengi. Það er yfirvalda að taka ákvörðun um það og ætla húsinu eitthvert hlutverk í framtíðinni." Hús og heimili Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Húsið, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er í deiliskipulagi, en lokaákvörðun er í höndum yfirvalda í Kópavogi. Fyrir tveimur árum keypti Kópavogsbær hluta af landi Kópavogshælisins af ríkinu og í kjölfarið var efnt til samkeppni meðal arkitekta um deiliskipulag svæðisins. Benjamín Magnússon arkitekt vann þá samkeppni og samkvæmt tillögum hans fellur gamla Holdsveikrahælið á lóðinni að því skipulagi. Húsið er hið merkilegasta, teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt, en það var kvenfélagið Hringurinn sem stóð að byggingu þess árið 1926. Þá var það hugsað sem hressingarhæli fyrir berklasjúklinga í Kópavogi. Á hælinu voru rúm fyrir 24 sjúklinga en upphaflega var ætlunin að vista þar einkum sjúklinga í afturbata, sem höfðu ekki náð fullri heilsu og þoldu ekki erfiðisvinnu. Vegna skorts á aðstöðu fyrir berklasjúklinga varð Kópavogshæli almennt berklahæli, líkt og Vífilsstaðir og Kristnes. Þegar herinn kom til landsins árið 1940 tók hann Holdsveikraspítalann í Laugarnesinu til eigin nota og sjúklingar þar voru vistaðir á berklahælinu. Þeir sem voru í Kópavoginum voru ýmist fluttir á Kristnesspítala eða Vífilsstaði. Síðustu holdsveikisjúklingarnir létust árið 1970 og síðan hefur lítil starfsemi verið í húsinu. Benjamín segir enn of snemmt að segja til um örlög hússins. "Í þeirri tillögu sem ég lagði fram á sínum tíma er get ráð fyrir að þetta hús muni standa áfram. Það eru hins vegar fleiri aðilar sem koma að þeirri ákvörðun og meta hvað er skynsamlegt að gera. Húsið hefur staðið ónotað um árabil og það er töluverð vinna að gera það upp. Í mínum drögum var eingöngu gert ráð fyrir þeim möguleika að húsið gæti staðið áfram, en ekki í hvaða samhengi. Það er yfirvalda að taka ákvörðun um það og ætla húsinu eitthvert hlutverk í framtíðinni."
Hús og heimili Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira